Eplica vefumsýsla

Fyrstu skref í umsýslu efnis í Eplica vefumsjónarkerfinu hefjast með því að slá in /login á eftir vefslóð vefs (http://www.vefur.is/login) og auðkenna sig gagnhvart kerfinu með notendanafni og lykilorði. Þegar því er lokið færist þú inn á forsíðu viðkomandi vefs og vinna getur hafist.

Vefritill

tengingar-almenntRithamur Vefritilsins aðlagar sig eftir því í hvaða svæði verið er að vinna í, þannig birtir hann ritvinnsluaðgerðir á textasvæðum en myndvinnsluaðgerðir ef mynd er valin. Vefritillinn tekur mið af helstu ritvinnsluforrit svo sem MS Word og Open Office og inniheldur allar helstu aðgerðir sem notaðar eru í ritvinnslu t.a.m feitletrun, skáletrun, töflur og fyrirsagnir.

Efnisvalmynd

Í efnisvalmynd má nýskrá, breyta eða eyða efni. Þar má einnig stjórna birtingarstöðu efnis með Ritstjórnarskjánum. Hægt er að sækja fyrri útgáfur efnist með því að kalla á Aðrar útgáfur.

Síðuvalmynd

Allt sem við kemur uppbyggingu vefsins: veftré, skráning og yfirlit eininga, lýsigagnaskráning (metadata og lýsing vefsvæðis) ásamt ritstjórnarskjá.

Einingavalmynd

Skráning og umsýsla eininga fer fram í einingavalmyndinni en einingar eru þeir hlutar sem birta framsetningu efnis á vef. Hægt er að nýskrá, eyða eða breyta stillingum og framsetning þeirra.




Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica