Myndasafn
Til að stofna myndasafn þarf að byrja á því fara í stjórnkerfi viðkomandi vefs og búa til skjalaflokk. Þegar búið er að stofna skjalaflokkinn þarf að senda þær myndir sem eiga að birtast í myndasafninu inn í skjalaflokkinn. Viðkomandi skjalaflokkur er svo tengdur in á myndasafnssíðuna í gegnum Ritstjórnarskjáinn og birtist sem myndasafn.
1. Eplica stjórnkerfi
Smellið á Síðuvalmynd og veljið Eplica stjórnkerfi
2. Skrá nýjan skjalaflokk
- Í Eplica stjórnkerfi, veljið Skjalakerfi / Skjalasafns flokkar
-
Smelltu á Nýskrá
-
Sláðu inn nafn skjalaflokks
-
Veldu yfirflokk úr flettivali (ef skjalaflokkurinn á að vera skráður sem undirflokkur, annars er flettivalið tómt)
- Sláðu inn vefslóð (vefslóð skjalaflokks byrjar alltaf á "/", athugið að íslenskir stafir og bil er ekki leyfilegt í vefslóð)
Smelltu á Vista til að klára skráninguna.
3. Senda myndir inn í skjalasafnið
Nokkrar leiðir eru færar til að senda nýtt efni inn í skjalasafn:
- Í yfirliti yfir skjalasafn (sbr. skjámyndina hér fyrir ofan) er valkosturinn "Media Uploads" neðst í valmynd vinstra megin.
- Í eldri útgáfum Eplica er sérstakur Senda efni í skjalasafn hnappur í ritlinum: en í nýrri útgáfum hefur hann verið felldur niður og aðeins stuðst við Ná í efni úr skjalasafni
Hvor leiðin sem farin er opnar eftirfarandi mynd:
- Smelltu á Sækja til að velja skjal
- Hægt er að velja 1. eða fleiri skjöl með því að smella á valið skjal, halda má inni Shift takkanum á lyklaborðinu og velja annað skjal fyrir ofan eða neðan valið skjal. Einnig má halda inni Ctrl til að velja fleiri skjöl. Þegar skjölin hafa verið valin, smelltu á Open
- Þá birtast skjölin í yfirlitsglugganum og hægt að smella á Senda:
- Þegar myndirnar hafa verið sendar til vefþjónsins birtist eftirfarandi gluggi. Smelltu á OK:
Næsta skref er að skrá skjölin og setja þau í Skjalaflokka. Skjöl sem eru send í skráningarröðina birtast þar þangað til að þau eru fullskráð eða að þeim er hent.
- Fylltu inn Nafn (skjalið fær nafn sjálfkrafa og er sótt af "kerfisnafni" skjals, ekki er nauðsynlegt að setja inn annað nafn)
- Settu inn Alt Tag (Alt Tag er notað fyrir Skjálesara og er hugsað sem stutt lýsing á mynd)
- Veldu Skjalaflokk
- Settu inn Lýsingu (ekki nauðsynlegt)
- Smelltu á Skrá til að fullskrá skjalið (smelltu á Eyða til að henda skjali)
4. Tengja inn efni
Smellið á Síðuvalmynd og veljið Ritstjórnarskjá.
- Smelltu á Birta sprettigluggann til að velja efnistegund (Mediacategory).
- Smelltu Velja hnappinn til að kalla fram yfirlit yfir efni.
- Veldu viðkomandi grein úr listanum.
- Undir Tengistaða, veldu Virk.
- Smelltu á Skrá hnappinn til að skrá inn nýja tengingu efnis.
- Lokaðu Ritstjórnarskjánum til að kalla fram breytinguna.