Tenglar og bókamerki

Hægt er að setja hlekki og bókamerki (efnisval) á texta og myndir sem geta vísað innan (einfalt er að búa til hlekki innan vefsvæðis með Tenglavalmynd) eða utan vefsvæðisins.

Setja hlekk á á texta

 • Veldu texta með með því að draga yfir hann með bendlinum
 • Smelltu á Nýr hlekkur link hnappinn (Ctrl + K).
 • Nýr gluggi opnast.
 • Type eru forskeyti sem hægt er að styðjast við þegar verið er að slá inn vefslóð (einnig má setja inn vefslóð án þess að styðjast við forskeytin).
 • Sláðu inn URL (vefslóð) og smelltu á OK.

Vefslóð hefur verið búin til. Smelltu aftur á textann sem að þú settir vefslóðina á. Vefritillinn breytist við það og gefur þér möguleika á að velja úr sprettiglugga eftirfarandi möguleika á að Opna í:

 • Í þessum glugga (hlekkurinn vísar þér á vefslóðina í sama glugga og hlekkurinn er í).
 • Í nýjum glugga (hlekkurinn vísar þér á vefslóðina í nýjum glugga).
 • Efsta ramma (hlekkurinn vísar þér á skilgreindan ramma, á einungis við ef að vefurinn inniheldur ramma).

a-tip Ef verið er að setja hlekki á myndir er sömu aðferð beitt nema að mynd er valin í stað texta.

Kalla á tenglavalmynd

 • Veldu texta með með því að draga yfir hann með bendlinum.
 • Smelltu á Kalla á tenglavalmynd linksel hnappinn.
 • Gluggi birtist þér með veftré vefsvæðisins vinstra megin (hægra megin birtast greinar).
 • Smelltu á + til að þysja út veftréð og veldu þá síðu sem þú vilt kalla á (smelltu á greinar hægra megin ef þú vilt vísa á valda grein innan síðu).
 • Smelltu á Tengja og lokaðu glugganum.

Nýtt bókamerki/efnismerking

 • Veldu texta með með því að draga yfir hann með bendlinum.
 • Smelltu á Nýtt bókamerki/efnismerking hnappinn.
 • Bókamerki/efnismerking hefur verið búin til.

a-tip Kveikja þarf á stillingu bókamerki/efnismerkingu í virknieiningu svo að það birtist. 
Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica