Ný síða stofnuð

Þegar nýjar vefsíður eru stofnaðar í Eplica kerfinu eru alltaf stofnaðar undirsíður.

Því er fyrst farið á þá síðu sem á að verða yfirsíða eða "foreldri" nýju síðunnar. Þar er síðuvalmyndin opnuð og valin aðgerðin Ný undirsíða.

 nysida_siduvalm

Við það opnast sprettigluggi með skráningu nýju síðunnar. Hér eru ýmsir möguleikar, en sjálfgefin gildi eru góður útgangspunktur.

Að lágmarki þarft þú að gefa hinni nýju síðu nafn (Titill). Þetta verður það nafn sem birtist í valmyndum, brauðmolaslóðum og í efstu rönd vafrans.

nysida_stofngluggi1

Byggt á nafninu og staðsetningu í veftrénu kemur Eplica sjálfkrafa með tillögu að vefslóð:

nysida_stofngluggi2

Þú getur breytt vefslóðinni sem kerfið leggur til, en athugaðu að hún má ekki innihalda stafabil, séríslenska stafi eða önnur sértákn né vera sú sama og vefslóð annarar vefsíðu.

Röð í valmynd stýrir því hvernig hin nýja síða raðast meðal "systkina sinna". Ef engin gildi eru skráð raðast síðurnar í stafrófsröð. Viljir þú stilla röðina sérstaklega er yfirleitt þægilegast að gera það gegnum veftrés-ritil í stjórnkerfinu. Þá má skilja þennan reit eftir tóman og færa svo síðuna til eftir að hún hefur verið stofnuð.

Með sjálfgefnu gildunum Vinnslustaða: Virkur og Birting: Sjálfvirk mun hin nýja síða birtast á vefnum þegar þú lýkur skráningunni.

Síðutegund tilgreinir það sniðmát sem síðan notar. Dæmigerðar síðutegundir textasíðna gætu heitið "Greinar (2 dálkar)" eða "Greinar (3 dálkar)". Nöfnin eru breytileg milli vefsvæða.

nysida_stofngluggi3

Sjálfgefið er að kerfið leggi til sama sniðmát og yfirsíða (foreldri) notar. Sú tillaga er oftast rétt, en fyrir nýjar síður sem heyra beint undir t.d. forsíðu er síðutegundin "Forsíðusnið" líklega ekki réttur valkostur.

Þegar smellt er á Í lagi lokast glugginn og nýja síðan ætti strax að birtast í valmyndinni.

Ef þú vilt ekki að síðan sé sýnileg meðan unnið er í henni gætir þú tilgreint Vinnslustaða: Óvirkur, en þá þarftu að muna að breyta stöðunni aftur í Virkur þegar hún er tilbúin. (Óvirk síða birtist bara innskráðum notendum).

Einnig væri hægt að setja Birting: Falinn. Síða sem er þannig stillt sést ekki í valmyndum en er aðgengileg öllum sem kunna rétta vefslóð. Helsti ókosturinn við að fela síðu er að ef vefslóðin gleymist þarf að nota stjórnkerfið til að finna hana aftur.
Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica