Ritstjórnarskjár

Sýnir tengistöðu alls efnis á viðkomandi síðu. Hægt er að taka efni úr birtingu eða tengja inn efni. Í Ritstjórnarskjánum má einnig stjórna líftíma vefflokks, gefa notendum hlutverk á vefflokk og skoða yfirlit yfir tengdar einingar.

Rtistjórnarskjár

A. Tegund efnis B. Staðsetning efnis (staðsetning á síðu) C. Staðsetning (nýs efnis) D. Röð
E. Vista G. Skráningarnafn (nýs efnis)   H. Sækja tengingu   I. Tengistaða (birtingamáti efnis)
J. Tengitegund (upprunaleg staða efnis)   K. Skrá (skráning nýs efnis)

Kalla á Ritstjórnarskjá

  • Færðu bendilinn yfir viðkomandi textasvæði (bakgrunnur breytir um lit sem gefur til kynna að um textasvæði er að ræða).
  • Smelltu á Ritstjórnarskjár.

    Efnisvalmynd - ritstjórnarskjár
  • Nýr gluggi opnast með Ritstjórnarskjánum.

Stjórna birtingarstöðu greinar

  • Veldu tengistöðu viðkomandi greinar með því að smella á sprettigluggann undir Tengistaða "taka úr birtingu".

    Ritstjórarskjár-tengistaða

Birtingamöguleikarnir eru: Tillaga (birtist ekki, bíður samþykkis), Virk (birtist á vef), Óvirk (birtist ekki) og Hafnað (birtist ekki, bíður þess að vera aftengd).

  • Veldu viðkomandi birtingarmöguleika.
  • Smelltu á Vista hnappinn fyrir neðan tengistöðuna.

    Vista - vefritill

a-tip Breytingar á síðu koma ekki fram fyrr en Ritstjórnarskjás glugganum er lokað.

Stjórna röðun greina

Greinar í Ritstjórnarskjá raðast upp eftir:

  1. Skráningardagsetning.
  2. Númeraröð.
  3. Stafsetningarröð.

a-tip Hægt er í stillingu greina einingar að velja hvað ræður röðun.

  • Smelltu í innsláttarreitinn "Röð" (grein með lægsta röðunarnúmer birtist efst).
  • Smelltu á Vista hnappinn fyrir neðan tengistöðuna.

a-tip Breytingar á síðu koma ekki fram fyrr en Ritstjórnarskjás glugganum er lokað.

Aftengja grein

  • Smelltu á Aftengja hnappinn Ritstjórnarskjár - eyða efni(hægra megin við hlið viðkomandi greinar).
  • Lokaðu Ritstjórnarskjánum til að kalla fram breytinguna.

Tengja inn efni

Allt efni sem birtist á síðum innan Eplica má tengja inn með Ritstjórnarskjánum. Þannig getur Ritstjórnarskjárinn birt yfirlit yfir margar mismunandi efnistegundir í einu.

  • Smelltu á Birta sprettigluggann til að velja efnistegund.

    Ritstjórnarskjár - birta
  • Smelltu Velja hnappinn Ritstjórnarskjár - velja til að kalla fram yfirlit yfir efni.
  • Veldu viðkomandi grein úr listanum.
  • Undir Tengistaða, veldu Virk.
  • Smelltu á Skrá hnappinn Ritstjórnarskjár - skrá til að skrá inn nýja tengingu efnis.
  • Lokaðu Ritstjórnarskjánum til að kalla fram breytinguna.Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica