Nýskrá efni

Hér er lýst dæmigerðu ferli við að skrá nýja textafærslu (grein, frétt, eða sambærilegt). Gert er ráð fyrir því að innskráning hafi heppnast og notandi hafi viðeigandi skrifréttindi í Eplica.

Ef um er að ræða texta á nýja vefsíðu þarft þú fyrst (link)að stofna síðuna(/link) og gæta þess að hún innihaldi greinaeiningu, til dæmis með því að velja viðeigandi sniðmát. Þá er á síðunni gulur hnappur til að opna efnisvalmynd. Ef erfitt er að finna hnappinn með músinni má ýta samtímis á Ctrl og Shift á lyklaborðinu. Í þessu tilviki er efnisvalmyndin tiltölulega einföld:

is_help_efnisval_new_netto

Ef þú ætlar hins vegar að bæta nýrri færslu við greinalista (til dæmis frétt í fréttalista) er þægilegast að finna aðra færslu sem tilheyrir sama lista. Með því að opna efnisvalmynd þeirrar færslu sést neðst nýskráningarmöguleiki:

is_help_efnisval_netto

Hvor leiðin sem farin er leiðir til sömu niðurstöðu. Þú færð upp tóman textagrunn í viðeigandi framsetningu með nokkrum forútfylltum orðum:

is_help_efni_nyskraning

Á flestum vefsvæðum er nauðsynlegt að fylla að lágmarki út Titil og Meginmál. Ef ekki á að skrá undirtitil og útdrátt er nægjanlegt að láta þá standa óbreytta (óþarfi að fjarlægja orðin).

Textaritill Eplica er mjög einfaldur í notkun, en ef þörf krefur getur þú lesið (link)nánari lýsingu á virkni hans(/link).

Þegar greinin er tilbúin til birtingar er smellt á Vista hnappinn í ritilsstikunni:

help_editor_save_is

Þegar grein er vistuð í fyrsta sinn opnast sprettigluggi:

is_help_nyskraning_greinar

Yfirleitt er það aðeins hnappurinn Samþykkt (merktur A á myndinni) sem skiptir máli.

Með því að smella á Samþykkt er textafærslan vistuð og gefin út til birtingar. Þú færist þá sjálfkrafa á viðeigandi síðu.

Nú er textinn sýnilegur þeim sem á annað borð hafa réttindi til að sjá viðkomandi vefsíðu.

Ef þú þarft einhverra hluta vegna að fjarlægja textafærslu eftir að hún hefur verið birt er það ekki gert í gegnum ritilinn eða efnisvalmyndina. Þess í stað er farið í Ritstjórnarskjá í Síðuvalmynd og greinin "aftengd" þar. Eftir að rofið hefur verið á tenginguna birtist hún ekki lengur á síðunni, en hægt er að finna greinina í stjórnkerfinu ef þörf er á.




Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica