Setja inn nýja einingu

Í síðuvalmyndinni birtast staðsetningarmöguleikar sem að notandi hefur um að ráða.

Dæmi:

Notandi vill setja inn einingu í miðjudálk vefs. Sú staðsetning birtist honum þá undir "Setja inn nýja einingu" valmyndinni: Main column (pgmain). Við að smella á þá staðsetningu opnast eininga safn Eplica og hægt er að velja úr því, ásamt því að gefa nýrri einingu röðun innan þeirrar staðsetningar sem að hún er með.

Bæta við einingu

  • Smelltu á Síðuvalmyndar hnappinn (neðst í Síðuvalmyndinni eru möguleg svæði til að bæta við einingu)
  • Veldu viðkomandi svæði (í þessu dæmi er það pgmain)

    Ný eining

Nýr gluggi opnast, veldu eftirfarandi einingartegund:

  • Eplica síðueining: eining úr einingasafni Eplica
  • Sérgerð síðueining: eining sem hefur verið sérsmíðuð, annaðhvort af Hugsmiðjunni eða viðskiptavini
  • Sérgerð keðja: keðja eða xml eining sérsmíðuð af Hugsmiðjunni eða viðskiptavini
  • HTML innskot: HTML texti eða framsetning
  • Portlet: tengjanlegar Efnisgáttir
  • Vefþjónusta: vefgátt til að tala við aðrar hugbúnaðarlausnir
  • Annað: óskilgreindar einingar

a-tip HTML innskot vistast ekki í grunn og eru einungis til í viðkomandi HTML innskoti. Ef að HTML einingu er eytt þá tapast efnið sem sett var inn í HTML innskotið!

Þegar tegund einingar er valin (með því að smella í reitinn við hlið tegundar) færist þú yfir á yfirlitssíðu eininga.

  • Veldu pakka
  • Veldu einingu
  • Smelltu á Ljúka skráningu
  • Smelltu á Vista stillingu



Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica