Framsetning texta
Staðsetning texta er sjálfgefin vinstrijöfnuð. Til að breyta framsetningu, veldu texta með því að draga með bendlinum yfir hann, smelltu svo á viðkomandi hnappa. Gott er að hafa í huga að velja heila málsgrein þegar jöfnun er sett á texta, t.d. er ekki hægt að velja hálfan texta inni í heilli málsgrein á þess að jöfnunin fari yfir alla málsgreinina.
A. Númeraður listi B. Listi C. Strik (kaflaskipting) D. Vinstrijöfnun E. Miðjujöfnun F. Hægrijöfnun
G. Full jöfnun H. Minnka inndrátt I. Auka inndrátt
Listar og kaflaskipting
Texti í lista er aðskilinn með því að ýta á Return. Dragðu bendilinn yfir texta og veldu eftirfarandi lista
- - Númeraður listi
- - Listi
- - Strik (kaflaskipting)
Jöfnun texta
- Veldu málsgrein með því að draga yfir hana með bendlinum.
- Smelltu á Vinstri , Miðju eða Hægri jöfnun .
Inndráttur texta
- Veldu málsgrein með því að draga yfir hana með bendlinum.
- Smelltu á Minnka inndrátt eða Auka inndrátt .