Áherslur texta
Áherslur má setja á texta með því að draga yfir viðkomandi orð, setningu eða málsgrein með bendlinum og smella á viðeigandi áhersluhnapp. Einnig má nota flýtilykla sem eru sambærilegir við helstu ritvinnsluforrit (t.d. Ctrl-B fyrir feitletrun).
Áherslur haldast þegar texti er afritaður úr ritvinnsluforritum eða öðrum vefsíðum og límdur inn í Eplica. Fyrirsagnir og kaflaheiti afritast einnig yfir.
A. Nýr tengill B. Opna tenglavalmynd C. Rík áhersla (feitletrun, Ctrl-b) D. Áhersla (skáletrun, Ctrl-i)
E. Yfirstrikun F. Lækkun (subscript) G. Yfirskrift (superscript) H. Ná í sértákn
I. Nýtt bókamerki/efnismerki J. Stíll (málsgrein, kaflaheiti, millifyrirsögn ofl.)
Feitletrun texta (rík áhersla)
- Dragðu með bendlinum yfir þann texta sem þú vilt setja áherslur á.
- Smelltu á Rík áhersla (feitletrun) (Ctrl-B) hnappinn.
- Textinn sem valinn var hefur nú fengið ríka áherslu.
Sömu vinnureglur gilda fyrir allar áherslur texta (feitletrun, skáletrun, tengla ofl.)
H1, H2, H3 og H4 fyrirsagnir afritast einnig úr ritvinnsluforritum ásamt málsgreinum og línuskiptum (linebreak).