Áherslur texta

Áherslur má setja á texta með því að draga yfir viðkomandi orð, setningu eða málsgrein með bendlinum og smella á viðeigandi áhersluhnapp. Einnig má nota flýtilykla sem eru sambærilegir við helstu ritvinnsluforrit (t.d. Ctrl-B fyrir feitletrun).

Áherslur haldast þegar texti er afritaður úr ritvinnsluforritum eða öðrum vefsíðum og límdur inn í Eplica. Fyrirsagnir og kaflaheiti afritast einnig yfir.

Áherslur texta

A. Nýr tengill B. Opna tenglavalmynd C. Rík áhersla (feitletrun, Ctrl-b) D. Áhersla (skáletrun, Ctrl-i)

E. Yfirstrikun   F. Lækkun (subscript)   G. Yfirskrift (superscript)   H. Ná í sértákn  

I. Nýtt bókamerki/efnismerki   J. Stíll (málsgrein, kaflaheiti, millifyrirsögn ofl.)

Feitletrun texta (rík áhersla)

  1. Dragðu með bendlinum yfir þann texta sem þú vilt setja áherslur á.
  2. Smelltu á Rík áhersla (feitletrun) (Ctrl-B) hnappinn.
  3. Textinn sem valinn var hefur nú fengið ríka áherslu.

a-tip Sömu vinnureglur gilda fyrir allar áherslur texta (feitletrun, skáletrun, tengla ofl.)

a-tip H1, H2, H3 og H4 fyrirsagnir afritast einnig úr ritvinnsluforritum ásamt málsgreinum og línuskiptum (linebreak).




Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica