Vefritill
Rithamur Vefritilsins aðlagar sig eftir því í hvaða svæði verið er að vinna í, þannig birtir hann ritvinnsluaðgerðir á textasvæðum en myndvinnsluaðgerðir ef mynd er valin. Vefritillinn tekur mið af helstu ritvinnsluforrit svo sem MS Word og Open Office og inniheldur allar helstu aðgerðir sem notaðar eru í ritvinnslu t.a.m feitletrun, skáletrun, töflur og fyrirsagnir. Þannig má færa efni yfir i Eplica án þess að framsetning efnis glatist. Í gegnum Vefritilinn má senda efni í Skjalasafn og ná efni úr Skjalasafni.
Opna vefritil
-
Þegar notandinn er skráður inn má nálgast Vefritilinn með því að færa bendilinn yfir viðkomandi grein, við það breytist bakgrunnsliturinn sem að gefur til kynna að hægt sé að stofna eða breyta efni.
-
Tví-smelltu inn í textasvæðið til að breyta efni eða veldu Breyta efni úr efnisvalinu.
Staðsetning Vefritilsins er fast sett efst í glugga vafrans. Þannig tryggist að hann sé alltaf sýnilegur og aðgengilegur notandanum.
Aðgerðir Vefritilsins:
- Veljið orð eða málsgrein með því að draga yfir með bendlinum.
- Smellið á viðkomandi hnapp í Vefritilnum (feitletrun t.d. ), við það fellur hnappurinn inn sem gefur til kynna að framsetningin hefur verið sett á orðið eða málsgreinina.
- Töflur, myndir og sértákn má fella inn í texta með því að smella inn í texta og velja þannig staðsetningu, velja svo viðkomandi virkni.
- Til að taka framsetninguna af má velja textann með því að smella einhverstaðar innan orðs eða málsgreinar og smella á viðkomandi hnapp í vefritils. Viðmót hnappsins breytist til baka og framsetning textans hefur verið tekin af.
- Til að eyða mynd eða töflu skaltu smella á viðkomandi, ýta svo á Delete á lyklaborðinu.
A. Kalla á hjálp B. Vista grein C. Hætta við D. Tenglar og tenglavalmynd E. Rík áhersla texta
G. Stíll málsgreina
A. Listar og kaflaskipting B. Jöfnun texta C. Inndráttur texta D. Skjalasafn E. Töflur F. Sértákn
G. CSS stíll (framsetning) efnis H. Yfirlit aðgerða