Unnið með myndir og skjöl

Í Eplica er haldið utan um allar gagnaskrár í skjalasafni og notað samnefnið skjöl. Mest notaða tegund skjala er á flestum vefjum myndir og síðan önnur skjöl á borð við PDF skrár.

Skjöl sem Eplica á að birta (þar með talið myndefni) þarf fyrst að skrá í skjalasafn og síðan er hægt að vísa í þau gegnum vefritilinn eða viðeigandi virknieiningar.

Skjalakerfið getur haldið utan um allar algengustu tegundir skjala, til dæmis ritvinnsluskjöl, flash-skrár, myndbönd, hljóðskrár o.s.frv. Almennt gildir að ef skrárnar eru á sniði sem hentar fyrir notkun á vef, þá ætti Eplica að ráða við að meðhöndla þær og birta eftir því sem við á.

Hér er farið yfir skráningu og birtingu mynda annars vegar og dæmigerðs PDF skjals hins vegar.

Skjölum bætt í skjalasafn

Til að skrá ný skjöl í skjalasafn þarft þú fyrst að vista þau á tölvunni sem þú vinnur á (ef þau eru þar ekki þegar).

Yfirleitt er þægilegast að komast í skjalaskráningu gegnum vefritilinn, en einnig er hægt að skrá skjöl gegnum stjórnkerfið.

  • Opnaðu ritilinn (með því að tvísmella á textann eða velja Breyta efni í efnisvalmynd)
  • Smelltu á hnappinn í ritils-stikunni sem opnar skjalasafnið:  

Smelltu á Media Uploads og Upload files til að opna gluggann sem sýndur er hér fyrir ofan. Þar smellir þú á Sækja til þess að vísa í skrárnar á tölvunni þinni:


Hægt er að velja fleiri en eitt skjal, yfirleitt með því að halda inni Shift eða Ctrl hnöppum á lyklaborðinu. Öll valin skjöl eru þá lesin inn samtímis.

Þegar vísað hefur verið í skjölin má smella á Senda og þá eru skjölin send á vefþjóninn eitt af öðru.


Athugaðu að þessi innsendingarvirkni er tímaháð, fyrir dæmigerð skjöl og á dæmigerðum nettengingum ætti það ekki að hafa nein áhrif. En ef um er að ræða mjög stórar skrár (til dæmis myndbönd) eða lélegt netsamband geta komið upp tilvik þar sem innsending tókst ekki. Ef ekki dugir að reyna aftur skaltu hafa samband við Hugsmiðjuna og við skoðum með þér hvernig best er að koma skránum inn í kerfið.

Þegar skjölin hafa verið send á vefþjóninn birtast þau í lista fyrir neðan móttökuskjáinn. Þar fyllir þú út í þau svæði sem við á.

Þar fyllir þú inn í reitina eftir því sem við á:

A. Í þessum flipa er hægt að skrá þau atriði sem eru sameiginlegar mörgum skjölum í listanum. Til dæmis ef mörg skjöl eiga að fara í sama skjalaflokk. Hægt er að flakka milli "Stök skjöl" og "Mörg skjöl" flipanna eftir þörfum.

B. Nafn er það nafn sem notað er innan skjalakerfis. Kerfið notar skráarnafnið sem tillögu að nafni, en óhætt er að breyta því og nota séríslenska stafi og stafabil eftir þörfum. Það að breyta tillögunni hefur engin áhrif á skráarnafnið sjálft. Ef nafninu er hér breytt í "Vatnaliljur" heitir myndaskráin sjálf áfram "Water-lilies.jpg".

C. Alt tag er ætlaður þeim notendum sem ekki sjá viðkomandi mynd, til dæmis blindum notendum. Miðað er við að alt-textar séu lýsandi fyrir myndir, en ef um er að ræða til dæmis skreytimyndir sem notaðar verða sem "aukaefni" er almennt ráðlagt að skilja alt textann eftir tóman.

D. Lýsing er hugsuð fyrir "myndatexta" í þeim tilvikum þar sem einingar eru stilltar á að birta lýsingu sjálfkrafa.

E. Þessi fellivalmynd sýnir skráða skjalaflokka. Sjálfgefin tillaga er sá flokkur sem er fremstur í stafrófsröð. Mikilvægt er að velja réttan skjalaflokk til þess að auðvelda leit í skjalasafninu.

F. Skjalategund ræðst af því hvers konar skrá er um að ræða. Eplica kemur sjálfkrafa með tillögu að viðeigandi skjalategund og oftast er aðeins ein tegund sem er ætluð fyrir myndir. Á einhverjum vefsvæðum hafa þó verið skráðar fleiri skjalategundir fyrir myndir, t.d. "vörumyndir".

G. Hægt er að eyða skjali úr skráningarröðinni. Ef hvorki er lokið við skráningu skjals, né því eytt úr skráningarröðinni helst það inni næst þegar viðkomandi notandi bætir inn skjölum.

Eplica leyfir ekki að fleiri en eitt skjal séu með sama skráarnafn í hverjum skjalaflokki. Ef skjal með sama skráarnafni er þegar til staðar býður kerfið upp á að yfirskrifa það skjal eða breyta skráarnafni nýja skjalsins.

Almennt um myndefni fyrir vef

Eplica styður allar helstu tegundir myndaskráa fyrir vef: JPG, PNG og GIF.

Þú þarft ekki að breyta stærð myndar áður en hún er skráð í Eplica. Þegar mynd er skráð í skjalasafnið býr kerfið sjálfkrafa afrit í stöðluðum stærðarútgáfum í samræmi við hönnun vefsvæðisins.

  • Ef myndaskrár eru minni en staðlaðar stærðir gera ráð fyrir eru þær ekki stækkaðar, þ.e. afrit myndar verða aldrei stærri en frummyndin.
  • Ekki er ráðlegt að nota ritilinn til að teygja til myndastærð, heldur frekar að prófa sig áfram með ólíkar stærðarútgáfur í skjalasafninu.
  • Kerfið geymir frummyndina í fullum gæðum

Athugaðu að myndir sem ætlaðar eru fyrir prentgeta verið í svokölluðu CMYK litaskema (t.d. JPG skrár). Eplica gerir ekki athugasemdir við CMYK myndir, en margir vafrar (t.d. flestar útgáfur Internet Explorer) birta ekki myndir sem eru í CMYK litum, heldur styðja einungis RGB litaskema.

Athugaðu líka að aðrar tegundir myndaskráa en JPG, PNG og GIF (t.d. BMP og TIFF myndir) eru ekki studdar af dæmigerðum vöfrum og birtast því ekki á vef.




Þegar tengja á mynd við grein eru tveir möguleikar: Hægt er að fella myndina inn í greinina, eða stofna svokallaðagagnagrunnstengingu myndar við grein.

Mynd felld inn í grein:

Með því að fella mynd inn í grein má ráða staðsetningu hennar innan greinarinnar. Hægt er að færa hana til og stilla framsetningu hennar með aðstoð vefritilsins.

Í vefritlinum er til dæmis hægt að stilla hvort mynd á að vera vinstri- eða hægrijöfnuð. Margir vefir bjóða ólíka stíla fyrir myndir, sem til dæmis setja ramma utan um þær.

Stofnuð gagnagrunnstenging:

Þegar stofnuð er gagnagrunnstenging er staðsetning myndarinnar og stærð hins vegar stöðluð.

Það er mismunandi eftir vefsvæðum hvort hin staðlaða staðsetning myndar er til hliðar við textann eins og sýnt er hér, eða á tilgreindum stað innan textans.

Ef myndir eru tengdar gagnagrunnstengingu opnast möguleiki á því að birta litla útgáfu hennar (e. thumbnail) í greinalista, til dæmis í yfirliti yfir fréttir.

Oft eru vefir uppsettir þannig að þegar smellt er á tengda mynd er hún stækkuð í sprettiglugga, og ef fleiri en ein mynd er tengd grein birtist oft sjálfkrafa möguleiki á að fletta á milli mynda.

Helstu kostir þess að fella mynd inn í grein er sveigjanleikinn sem sú leið býður; hægt er að staðsetja myndina þar sem við á í textanum, velja þá stærð sem hentar o.s.frv.Helstu kostir gagnagrunnstengingar er ýmis sjálfvirkni; Eplica sér þá sjálfkrafa um að velja viðeigandi myndastærð, smámyndir geta birst sjálfkrafa í greinalistum o.s.frv.



Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica