Myndbönd

Hægt er að birta myndbönd frá YouTube og Vimeo með einföldum hætti í greinum með því að sækja vefslóð þess af viðkomandi veitu og líma hana inn í grein.


  1. Sláið inn texta þar sem að myndbandið á að birtast (athugið að þessi texti birtist sem titill myndands fyrir neðan það).
  2. Dragið yfir textan með bendlinum og veljið Nýr tengill úr vefritill



    Nýr tengill settur á titil myndbands

  3. Sláið inn vefslóð myndbandsins (Youtube eða Vimeo) og smellið á OK.
  4. Smellið inn í textann fyrir myndbandið og veljið úr vefritlinum CSS stíll: "Myndbands tengill".


    Myndbands tengill valinn úr CSS stíl

  5. Smellið á Vista.


Athugið að myndbandið birtist ekki fyrr en að notandi skráir sig út Eplica. Ágæt vinnuregla er að vera með aðra tegund vafra en verið er að vinna í til að sjá hvernig vefurinn hagar sér þegar notandi er ekki innskráður.




Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica