Myndir og skjöl

Senda má myndir og skjöl í skjalasafnið hvaðan sem er að vefnum þínum. Einu kröfurnar eru að notandinn sé staddur í ritham greinar og hafi aðgang að vefritlinum.Vefritilinn má nálgast úr greinum, atburðum og HTML einingum.

Þegar myndir eru sendar í skjalasafnið úr tölvunni þinni verða til afrit af myndunum. Afritin verða til í fyrirfram skilgreindum stærðum og eru þær aðgengilegar úr skjalasafninu. Uppruna- leg stærð myndar er einnig geymd. Eplica flokkar myndir og skjöl sjálfkrafa þegar verið er að senda í skjalasafnið. Hægt er að skrá margar myndir (og skjöl) í einu.

Í Eplica má tengja inn myndir á tvo vegu við greinar, tengdar myndir and staðsettar myndir. Ágæt vinnuregla er að tengja inn aðal myndina og fella svo inn í texta ef að fleiri myndir eiga að birtast í greininni.

Ath! Þegar mynd er sett inn í grein þarf að velja hvort tengja eða staðsetja á mynd. Birting myndarinnar ræðst af því hvort þú velur. Smellt er á Ok til að tengja mynd (Eplica sér um að staðsetja myndina) eða Cancel til að staðsetja myndina handvirkt (hægt er að vinstri, hægri eða miðjujafna mynd ásamt því að draga hana til)

Stofna nýja skjalaflokk (skjalaflokkar eru notaðir til að vista myndir og skjöl í)

http://youtu.be/XPu3PVl9fsg

Skrá mynd í Eplica (senda mynd inn í Eplica ásamt því að birta hana með grein)

http://youtu.be/g3rtq5YHWmE

Tengja mynd við grein (stærð myndar og staðsetning er ákveðin af Eplica)

http://youtu.be/sr1LAwUNZAU

Staðsetja mynd með grein (stærð myndar og staðsetning er ákveðin af notanda)

http://youtu.be/R7-RpUuw1jM

Fjarlægja mynd (bæði með því að eyða mynd úr texta og aftengja mynd sem hefur verið tengd við grein)

http://youtu.be/BKmwikJKQKk




Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica