Greinar
Greina- og fréttakerfi heldur utan um allt almennt textaefni vefsvæðis og einfalt er að tengja myndir eða önnur skjöl úr skjalasafni við grein. Sjálfgefið er að hægt sé að senda grein á vin og að prentvæn útgáfa af greininni verður til. Hægt er að velja að birta athugasemdaeiningu með greina- og fréttaeiningunni og fá þannig fram "blog"-virkni.
Grein/frétt sem birtist á mörgum stöðum þarf einungis að viðhalda á einum stað, þ.e. ef grein/frétt er breytt á einum stað, breytist hún alls staðar þar sem hún birtist. Varðandi birtingu greina og frétta býður Eplica einnig eftirfarandi möguleika:
- Ritstjóri getur ákveðið hvar viðkomandi grein/frétt á að birtast.
- Hægt að ákveða hvaða notendur eða notendahópar fá að skoða ákveðnar greinar/fréttir.
- Hægt er að hafa mismunandi greina-/fréttasöfn fyrir mismunandi flokka/deildir.
- Hægt er að fletta upp greinum/fréttum eftir flokkum eða dagsetningu, eða óháð öllum skilyrðum (heildarsafn).
- Hægt er að tengja hvers kyns skjöl við greinar/fréttir, hvort sem það eru myndir, textaskjöl (t.d. pdf, word, excel), hljóð, myndbönd eða þar fram eftir götum.
- Hægt er að skilgreina flokka ótakmarkað.
- Hægt er að gerast áskrifandi að greinum/fréttum með RSS virkni.
Dæmi um möguleika Eplica í útgáfu greina/frétta:
- Frétt um nýjan forstöðumann ákveðinnar deildar birtist á ytri vef og til allra deilda á innri vef
- Önnur frétt sem fjallar nánar um ráðninguna birtist einungis fyrir deild viðkomandi forstöðumanns
- Þriðja fréttin sem fjallar um hluti sem einungis yfirmenn deilda eiga að sjá birtist til allra deilda en bara ákveðnum notendum innan þeirra (deildarstjóra)
Greinar (listi)
Sía má leitarniðurstöður með því að slá inn eða velja viðkomandi reiti í greinalista.
A. Titill greinar : Slá má inn titil greinar í leitarboxið og smella á Leita. Greinalistinn sýnir einungis þær niðurstöður er koma fyrir í leitarskilyrðum. Smelltu á Hreinsa til að tæma leitarboxið
B. Tegund greinar C. Útgáfustaða D. Dagsetning greinar E. Höfundur F. Tungumál G. Aðgerðir (skráning greinar, eyða grein) H. Síðustærð (fjöldi færsla á síðu) I. Fyrri/Næsta (fletta síðu) J. Nýskrá (nýskrá grein)
Hægt er að slá inn hluta orðs eða orðasambands með því að setja inn "%" fyrir aftan og smella á Leita.
Skráning Greinar
A. Titill greinar (nauðsynlegur) B. Skráningarheiti (kerfisnafn greinar) C. Undirtitill, einungis er mögulegt að birta undirtitil þegar meginmál er birt D. Valmyndir: Hjálp (kallar á vefhjálp fyrir form), Einfalt (grunnvirkni forms), Ítarlegt (ítarupplýsingar forms) E. Dagsetning greinar (smella má á dagatals táknmyndina til að fá upp dagatal) F. Staða (útgáfustaða greinar) G. Úrdráttur (úrdráttur eða samantekt úr grein)
H. Meginmál (meginmál greinar birtíst í heild sinni).