Stjórnkerfi
Öflugt réttindastýringarkerfi er innbyggt í Eplica kerfið þar sem að hægt er með öflugum en einföldum hætti að skipa í hlutverk og stýra réttindum notanda. Með réttindastjórn má útdeila aðgangsréttindum, vinnuréttindum og ritstjórnarréttindum fyrir einstaka hluta vefsvæðisins. Réttindastjórn einfaldar einnig aðgangsstýringu einstakra notenda að þeim síðum sem þeir hafa rétt til að nálgast. Það hversu réttindastjórnunarkerfið er sveigjanlegt og auðvelt að laga að þeim verkferlum sem til staðar eru gerir það sérstaklega einfalt og skilvirkt í notkun.
Samþykktarferli
Öflugt samþykktarferli Eplica gefur stjórnendum vefsvæða möguleika á því að ritstýra birtingu efnis með víðtæku samskiptaferli innan Eplica. Þegar aðgerð hefur átt sér stað fá stjórnendur sendan tölvupóst er segir til um hvort grein hafi verið stofnuð, sett í bið eða birt á vefnum. Stjórnendur geta úthlutað notendum eða notendahópum rétt til að framkvæma breytingar á einstökum greinum, vefflokkum eða öllu vefsvæðinu.
Þýðingarskrár / tungumál
Eplica 2.0 stjórnkerfið býður upp á þýðingarskrá / fjöltungumál / möguleika á fjölda tungumál. Hægt er að þýða stjórnkerfi Eplica 2.0 fyrir hvaða tungumál sem er. Færa má inn hvaða tungmál með auðveldum hætti inn í þýðingarskrá. Eplica styðst við hröð gagnaform sem öll styðja hvaða tungumál sem er. Stjórnkerfi Eplica tekur mið af UTF-8 stafasetti. Það þýðir að notandur geta unnið á hvaða tungumáli sem er, með því stafasetti er á við. Á Íslensku er t.d auðvelt að nota Æ og Þ þar sem að þessir stafir eru hluti af ISO-8859-I eða Latin I stafasettinu en aðrir stafir svo sem Rússneskt stafasett geta einnig "verið notaðir" sem gerir það að verkum að Eplica styður hvaða stafasett sem er.
Vefformasmiður
Formsmiður gerir það sérstaklega auðvelt að setja upp eyðublöð á vefnum og vinna með efni frá hvaða vefformi sem er. Formasmiðurinn býður upp á einfalt notendaviðmót til að setja upp form með sjónrænum hætti. Hægt er að byggja ný form á grunni eldri forma (Save As), taka form úr rekstri og breyta reglum um meðhöndlun þeirra. Skilgreiningar eru vistaðar með XForms sniði (og sérsniðnum XML skilgreiningum fyrir þá virkni sem XForms staðallinn nær ekki yfir). Hægt verður að skilgreina m.a.:
- sjónræna uppsetningu forma
- tegund reita (textar/tölur/skrár ...)
- skyldureiti
- sannreyningu (t.d. kennitalna, netfanga o.s.frv.)
- keðju forma (fyrir fjölskrefa umsóknir)